149. löggjafarþing — 106. fundur,  20. maí 2019.

um fundarstjórn.

[17:19]
Horfa

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (M):

Virðulegur forseti. Þessi tilkynning sætir undrun. Ég man ekki eftir öðru dæmi um — það kann að vera að það hafi gerst einhvern tímann en ég man ekki eftir því — að forseti Alþingis hafi sérstaklega beðið um að þingið hleypti máli á dagskrá, máli sem var of seint fram komið, til þess eins að taka það af dagskrá rúmum klukkutíma síðar.

Ég bið virðulegan forseta um að útskýra hvað sé á ferðinni. Getur verið að þetta sé enn eitt einkenni þess að stjórnarmeirihlutinn ætli sér að þvinga orkupakkamálið í gegnum þingið án þess að það fái tilhlýðilega skoðun? Þetta er a.m.k. mjög óhefðbundið og því ítreka ég þá beiðni til hæstv. forseta að hann útskýri hvað valdi þeim snöggu sinnaskiptum forseta.