149. löggjafarþing — 106. fundur,  20. maí 2019.

um fundarstjórn.

[17:26]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf):

Virðulegur forseti. Við vorum að ræða þetta mál á þingflokksformannafundi í morgun og þar var allt komið í samkomulag. Ég er búinn að vera hér í þingsal síðan þingfundur byrjaði í dag og hafði ekki hugmynd um þetta. Ég gapti bara. Hvers lags vinnubrögð eru þetta? Maður situr úti í sal og býst við að mál sé komið á dagskrá, búið er að greiða atkvæði um það og svo á að fara að ræða málið en þá er það bara horfið, gufað upp. Maður bara skilur ekki svona vinnubrögð. Ég er algerlega gáttaður á þessu. Til hvers vorum við að ræða þetta í morgun á þingflokksformannafundinum? Til hvers vorum við að greiða atkvæði um þetta? Hver er tilgangurinn ef það átti svo að láta það bara gufa upp allt í einu?