149. löggjafarþing — 106. fundur,  20. maí 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[20:34]
Horfa

Anna Kolbrún Árnadóttir (M) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þingmanni þetta svar. Það er nefnilega dálítið gaman að velta þessu fyrir sér og ég veit að hv. þingmaður er áhugamaður um þessi mál og það hvernig maður kryfur texta. Mér finnst hann nokkuð glöggur á að finna ýmislegt í texta.

Það var umfjöllun í Morgunblaðinu um daginn þar sem sagði: „EES-reglur kalla á útboð nýtingarréttar.“ Þar er talað um þetta stjórnarskrárákvæði í samráðsgáttinni og því velt upp. Þá segir í greinargerð að slík gjaldtaka geti m.a. farið fram með nýtingarsamningum, og er vísað til nýlegra samninga ríkisins um nýtingarheimildir vatnsafls.

Ég er að velta fyrir mér þeirri spurningu hvort það geti hreinlega verið rétt í sambandi við EES-samninginn, hvort við séum að opna á að þarna verði leyft að það verði sett (Forseti hringir.) inn í stjórnarskrá með þessum hætti. Ég vona þingmaður skilji mig.