149. löggjafarþing — 106. fundur,  20. maí 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[21:23]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir þessa fyrirspurn. Ég segi fyrir mitt leyti að þeir myndu aldrei kyngja því, þess vegna er óskiljanlegt að þeir séu að kyngja þessu. Eins og ég segi, það er með ólíkindum að við skulum vera að kyngja öllum þessum reglugerðum, tilskipunum, ákvörðunum. Við erum eiginlega á kafi ofan í feni Evrópusambandsins í gegnum EES og við virðumst bara ætla að sökkva þar ofan í. Mér er það óskiljanlegt að þeir flokkar sem eru í ríkisstjórn skuli styðja þetta svona. En ég skil hina flokkana sem vilja inn í ESB og berjast fyrir því að fá að komast inn í ESB. Ég skil vel að þeir styðji þetta heils hugar vegna þess að þeir horfa á þetta bara sem eitt skref inn í Evrópusambandið.