149. löggjafarþing — 106. fundur,  20. maí 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[22:03]
Horfa

Hjálmar Bogi Hafliðason (F) (andsvar):

Frú forseti. Þá ætla ég að lesa aftur, með leyfi frú forseta: „…samkeppnishæfa raforkumarkaði innan bandalagsins.“

Undir þetta ritar hv. þingmaður. Það var bara þannig. Ég er þá bara að gera tilraun til þess að elta skottið á mér. (ÞorS: Þér tekst það bara vel.) Já. Þá var ég er samflokksmaður hv. þm. Þorsteins Sæmundssonar sem ritar undir þetta skjal.

Ég vil spyrja hv. þingmann: Af hverju varaði hann þá ekki við málinu eins og hann er að gera í dag? Af hverju ekki? Af hverju gerði hann það ekki þá? Mig langar bara að vita það. Mig langar að vita það hvers vegna þingmaðurinn varaði ekki í málinu þá. Hann kemur svo núna og gerir það. Frábært. Ég vil vita af hverju sagði þingmaðurinn ekkert þá heldur skrifaði undir þetta skjal ásamt Gunnari Braga Sveinssyni, þáverandi utanríkisráðherra, og Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, forsætisráðherra.