149. löggjafarþing — 106. fundur,  20. maí 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[22:58]
Horfa

Anna Kolbrún Árnadóttir (M) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þm. Gunnari Braga Sveinssyni kærlega fyrir spurninguna. Segjum sem svo að þetta sem hv. þingmaður nefndi raungerist er svar mitt: Nei. Við höfum bara enga vissu fyrir því.

Eins og ég sé þetta verður sameiginlega EES-nefndin, ESA, bara nokkurs konar stimpilpúði, eins og einhver hefur komið inn á, og ég held að það sé hárrétt, fyrir það sem ACER ákveður, þar sem ACER verður æðra sameiginlegu EES-nefndinni.

Ef við höfum það vit að leita núna til sameiginlegu EES-nefndarinnar og skrifa inn einhverja sannarlega fyrirvara, um að við getum sagt nei við svona áformum, vil ég alveg hugsa og virkilega segja að ég kaupi það. En ég held að þetta geti endað býsna illa ef við tökum ekki stöðuna núna.