149. löggjafarþing — 106. fundur,  20. maí 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[23:07]
Horfa

Anna Kolbrún Árnadóttir (M) (andsvar):

Hæstv. forseti. Þetta er bara býsna áhugavert. Ég segi nú bara að það er von að hv. þm. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson spyrji svona. Hvers vegna? Mér dettur í hug orðalagið „breið skírskotun“ sem var notuð þegar stjórnin var sett saman. Hún var svo breið að þau voru bara ekki ósammála um neitt.

Hv. þingmaður velti líka fyrir sér hvort þetta sé hluti af einhverju samkomulagi, að Vinstri grænir hafi jafnvel beygt sig undir Sjálfstæðisflokkinn í einhverju máli og svo Sjálfstæðisflokkurinn í öðru máli. Ég held að það sé akkúrat það sem er að gerast.