149. löggjafarþing — 106. fundur,  20. maí 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[23:13]
Horfa

Jón Þór Þorvaldsson (M) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þingmanni svarið. Hún kemur inn á það að innan samráðsgáttar Stjórnarráðsins eru komnar tillögur að stjórnarskrárbreytingum og að efnisleg rök sem komið hafa fram í ræðum þeirra sem hafa talað fyrir orkupakkanum séu kannski fyrst og fremst þessir fyrirvarar. En við höfum rætt í ræðustól um þessa fyrirvara og einnig hér í hliðarherbergjum og frammi á göngum. Og það eru misjafnar tilvísanir um hverjir þeir séu. Enn hafa ekki fengist svör við hverju sé verið að setja þennan fyrirvara. Er það gagnvart stjórnarskránni eða er það gagnvart innleiðingu þessarar reglugerðar? Erum við að setja fyrirvara gegn því að við missum úr höndum okkar vald til (Forseti hringir.) yfirþjóðlegra stofnana sem ætti að vera í höndum okkar Íslendinga?