149. löggjafarþing — 106. fundur,  21. maí 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[00:27]
Horfa

Frsm. minni hluta utanrmn. (Sigmundur Davíð Gunnlaugsson) (M) (andsvar):

Frú forseti. Þetta er einmitt það sem við horfum upp á hér. Við getum rétt ímyndað okkur hvort menn muni ekki, þegar fjórði orkupakkinn verður kynntur til sögunnar, vísa í það að íslensk stjórnvöld hafi útskýrt að þau yrðu að innleiða þriðja orkupakkann vegna þess að þau væru búin að innleiða þá fyrri.

Og fyrst hv. þingmaður nefndi þetta merka minnisblað er það alveg rétt að í því tilviki var beðið um dálitla sneið af salami-pylsunni en ákveðið að það væri allt í lagi að láta Evrópusambandið hafa enn stærri sneið en það fór fram á. Afleiðingin er sú núna að menn segja sem svo: Ja, fyrst þið skömmtuðuð svona vel síðast skuluð þið ekki skammta síður vel núna o.s.frv., þegar næstu orkupakkar verða lagðir fram, þegar næstu sneiðar af pylsunni verða skornar.