149. löggjafarþing — 106. fundur,  21. maí 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[01:50]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (M) (andsvar):

Forseti. Ég held að besta lausnin sé í sjálfu sér að vísa málinu til sameiginlegu EES-nefndarinnar þar sem reynt yrði að miðla málum og fá undanþágur fyrir Ísland við innleiðinguna. Það eru fullt af rökum, og kannski betri rök í dag en voru áður, fyrir því að það ætti að nást.

Hins vegar hugnast mér ekki illa sú hugmynd að fresta málinu til haustsins og reyna að ná meiri sátt um það, nota tímann til að ræða við hina velviljuðu vini okkar sem virðast núna sýna þessu öllu saman skilning, ræða við þá um einhvers konar útfærslu sem héldi betur vatni en þessi heimatilbúni fyrirvari.

Mér finnst að það væri eðlilegra að fara í sameiginlegu EES-nefndina. En hitt finnst mér ekki útilokað.