149. löggjafarþing — 106. fundur,  21. maí 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[01:55]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (M) (andsvar):

Forseti. Yfirlýsingin sem slík hefur vitanlega ekkert lögformlegt vægi. Hún hefur ákveðið pólitískt gildi þegar við ræðum um orkumál. Ég held hins vegar að hún hafi ósköp lítið gildi þegar við förum að velta fyrir okkur einsleitni markaðarins, frjálsu flæði vöru yfir landamæri og þess háttar, sem við höfum þegar innleitt í okkar rétt, eins og með þjónustutilskipuninni, svo dæmi sé tekið, eða lögum um opinber innkaup, sem við innleiddum 2014.

Ég held að yfirlýsingin hafi þá ósköp lítið vægi, ef nokkurt. Þeir sem sýsla með aðrar greinar Evrópusambandsins eru algjörlega óbundnir af henni. Meðan hún hefur ekkert lögformlegt gildi fæ ég ekki séð annað en að hún sé fyrst og fremst vottur um góðan hug.