149. löggjafarþing — 106. fundur,  21. maí 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[02:20]
Horfa

Bergþór Ólason (M) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka hv. þm. Þorsteini Sæmundssyni svarið. Ég held að hluti af vandamáli stuðningsmanna málsins, ef vandamál má kalla, sé jafnframt að þeir hafa ekki tekið þátt í umræðunni nema að sáralitlu leyti, þótt í því geti auðvitað falist tækifæri fyrir aðra flokka en ríkisstjórnarflokkana. Við Miðflokksmenn, sem höfum talað hér löngum stundum, höfum allan tímann verið að kalla eftir samtali, lagt fram ýmsar spurningar sem ekki var svarað á nefndarfundi og jafnvel kallað fram eftir svörum í þingsal.

Ég lýsi því yfir fyrir mína parta að ef einhver fulltrúi stjórnarflokkanna vildi koma í umræðuna við okkur yrði viðkomandi hleypt hið snarasta fram fyrir okkur í á mælendaskránni. Á því mun ekki standa.

En getur verið, hv. þingmaður, að þetta sé jafnframt hluti af því rofi (Forseti hringir.) sem virðist vera milli ríkisstjórnarflokkanna og stuðningsmanna þeirra?