149. löggjafarþing — 106. fundur,  21. maí 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[02:28]
Horfa

Birgir Þórarinsson (M) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka hv. þingmanni svarið, sem var ákaflega gott og kom einmitt inn á mjög mikilvægan þátt í þessu öllu saman: Hvar værum við stödd ef við létum stjórnast af pólitískum ótta? Hann nefndi réttilega Icesave-málið í þessu samhengi, sem er mjög gott dæmi í þessum efnum. Þar var alið á alveg ótrúlegum ótta við afleiðingar þess ef við samþykktum ekki þá samninga, borguðum ekki þær skuldir sem einkabankar stofnuðu til og almenningur þyrfti að taka á sig. Yfirlýsingar sérfræðinga heyrðust um að Ísland yrði Kúba norðursins o.s.frv. Alið var á ótta.

Nákvæmlega það sama er að gerast í þessu máli. Þetta er mjög sambærilegt dæmi og ég þakka hv. þingmanni fyrir að draga það fram. Þetta skiptir verulegu máli og er mjög góð samlíking hjá hv. (Forseti hringir.) þingmanni og ég þakka honum fyrir hana. Það nákvæmlega sama er að gerast í þessu máli og það er mjög dapurlegt, frú forseti.