149. löggjafarþing — 106. fundur,  21. maí 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[03:20]
Horfa

Bergþór Ólason (M) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hv. þingmanni andsvarið. Það er auðvitað margt sem tosast á í þessu. Það er nýleg frétt inni á vef Ríkisútvarpsins, ruv.is, þar sem niðurlagsorðin eru þau, þar sem ekki hefur verið öðrum rökum til að dreifa þegar frétta- og blaðamaður ræddi við einhvern fulltrúa stjórnarflokkanna, að staðan væri sú að EES-samningurinn væri undir. Hún hljómar hálfkostulega, þessi mantra sem menn gengu fram með, sérstaklega í gær og á miðvikudaginn í síðustu viku, að við efasemdamennirnir um innleiðingu þriðja orkupakkans væru þeir sem héldu uppi hræðsluáróðri. Núna er bara EES-samningurinn undir, það er ekkert annað. Menn treysta sér ekki lengur til að mæla efnisatriðum málsins bót. (Forseti hringir.) Hvernig horfir (Forseti hringir.) þessi röksemdafærsla stuðningsmanna tillögunnar um innleiðinguna við hv. þingmanni?