149. löggjafarþing — 106. fundur,  21. maí 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[03:26]
Horfa

Birgir Þórarinsson (M) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Ég þakka þeim þingmönnum sem komið hafa hingað og bent á nauðsyn þess að fá að vita hvað þingfundur eigi að standa lengi. Ég verð að segja að það kemur mér á óvart hversu rík áhersla er lögð á að halda áfram umræðunni fram undir morgun. Ég skil ekki hvers vegna liggur svona á. Ég minni á að hér var mál tekið út af dagskrá fyrr í dag, málefni útlendinga, sem ég hefði nú talið að væri mjög mikilvægt að afgreiða, einfaldlega vegna þess að það er nauðsynlegt að taka á þeim kostnaði sem fylgir umsóknum um alþjóðlega vernd hér á landi. Við sjáum að það mál má víkja fyrir þessu máli sem hæglega má bíða. Þannig að ég segi: Hæstv. forseti, ég held að það sé tímabært að fá einhverjar upplýsingar um hvenær er stefnt að því að þingfundi ljúki.