149. löggjafarþing — 106. fundur,  21. maí 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[03:27]
Horfa

Jón Þór Þorvaldsson (M) (um fundarstjórn):

Hæstv. forseti. Mig langar til að taka undir spurningarnar sem hér hafa komið fram hjá hv. þingmönnum um skipulag þinghalds. Hversu lengi skal halda fundi áfram? Nú hefur klukkan slegið óttu og á áætlun er að hefja nefndafundi klukkan 8.30. Ég get ekki forðast að velta fyrir mér hvað liggi á þessu máli þar sem það má hæglega bíða. En það eru fjölmörg önnur mál sem þola hins vegar minni eða jafnvel enga bið. Senn líður að þinglokum. Maður veltir því fyrir sér hvernig skipulaginu sé háttað, hvort það sé eitthvað sem mætti kannski endurskoða.