149. löggjafarþing — 106. fundur,  21. maí 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[03:29]
Horfa

Þorsteinn Sæmundsson (M) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Mig fýsir mjög að vita hvað forseti hyggst fyrir í þessu máli vegna þess að nú er það svo, eins og kollegar mínir hafa bent á, að mörg mál bíða afgreiðslu og mál eins og þetta, sem við höfum rætt í drykklanga stund, getur hæglega enst okkur þá þrjá þingdaga sem eru áætlaðir í þessari viku. Það myndi hins vegar óneitanlega setja strik í reikninginn hvað varðar afgreiðslu annarra mála sem liggur á að taka til afgreiðslu á þinginu. Þess vegna er nokkuð brýnt fyrir okkur að fá að heyra fyrirætlanir forseta um það t.d. hversu lengi inn í morguninn hann hyggst halda þessum fundi áfram, þannig að við getum séð hvað næstu dagar og sólarhringar hafi í för með sér fyrir okkur öll.