149. löggjafarþing — 106. fundur,  21. maí 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[03:30]
Horfa

Bergþór Ólason (M) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Þá liggur það fyrir og setur samtöl um meint samkomulag þingflokksformanna í sérstakt samhengi. En það er við ýmsu að búast, eins og gengur, á þessu heimili okkar hér. Eitt af því sem við höfum kvartað yfir í umræðunni er að okkur hefur gengið illa að fá stuðningsmenn innleiðingar þriðja orkupakkans til fundar við okkur. Mér sýnist af reynslunni að það sé þó sýnu auðveldara að fá aðila sem eru fylgjandi málinu til samtals að degi til en um miðja nótt. Þó ekki væri nema fyrir það eitt þá held ég að skynsamlegt væri að fara að kalla þetta gott. Ég ítreka að við biðjumst ekki undan því að nýta þann tíma sem okkur er útvegaður til að ræða málið (Forseti hringir.) en þetta mun setja viðræður (Forseti hringir.) þingflokksformanna í annað samhengi (Forseti hringir.) hér eftir til þingloka er ég hræddur um.