149. löggjafarþing — 106. fundur,  21. maí 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[04:47]
Horfa

Þorsteinn Sæmundsson (M) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir greinargott svar. Við þurfum í sjálfu sér ekki að ræða sérstaklega aðkomu Framsóknarflokksins í þessu máli. Hann fer þangað sem vindurinn blæs, eins og stundum áður.

Hins vegar þætti mér vænt um að heyra hvað hv. þingmaður hefur að segja um þennan kirfilega viðsnúning Vinstri grænna, því að rétt eins og fram kom í ræðu annars þingmanns hér áðan eru þær ræður sem núverandi hæstv. forseti Alþingis flutti á sínum tíma gegn fyrsta og öðrum orkupakkanum, væntanlega einar mergjuðustu ræðurnar sem hann hefur flutt um sína tíð, hef ég trú á, kannski á topp 10–50. En vegna þess að hann hefur ekki flutt yfir okkur eina þrusu núna, sem væri nú vel þegið að hann gerði, langar mig að spyrja hv. þingmann hvort hann geri sér grein fyrir því hvað veldur því að Vinstri græn hafa snúist svo gjörsamlega í afstöðu sinni til þessara mála.