149. löggjafarþing — 106. fundur,  21. maí 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[05:07]
Horfa

Þorsteinn Sæmundsson (M) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hv. þingmanni þetta svar. Mér finnst einhvern veginn ekki tilviljun að það er verið að sækja að ýmsum sterkum stoðum í íslensku samfélagi akkúrat núna, sem er í sjálfu sér undarlegt undir forystu Vinstri grænna. Það er sótt að raforkukerfinu okkar. Það er sótt að einkarétti ríkisins til að selja áfengi. Það er sótt að samgöngumannvirkjum okkar. Það er verið að leita leiða leynt og ljóst til að einkavæða alla þessa hluti til þess að einkaaðilar geti hagnast á kostnað þjóðarinnar.

Mig langar til að spyrja hv. þingmann hvort hann sé sammála þessu áliti mínu og hvort hann sé jafn hissa og ég á því að þessir atburðir skuli gerast (Forseti hringir.) á vakt Vinstri grænna í forsætisráðuneytinu.