149. löggjafarþing — 106. fundur,  21. maí 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[05:08]
Horfa

Birgir Þórarinsson (M) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hv. þingmanni andsvarið. Svo sannarlega er ég sammála hv. þingmanni með það og ég er mjög hissa og hugsi yfir því að Vinstri grænir, sem eru nú í forsæti ríkisstjórnar í fyrsta sinn, skuli tala fyrir því og reyna að keyra mál í gegn sem felur í sér markaðsvæðingu raforkunnar inn á Evrópska efnahagssvæðið. Og ég segi bara: Það lítur út fyrir að þessi flokkur sé orðinn markaðsflokkur. Þeir hljóta að vera alvarlega hugsi sem hafa stutt þennan flokk. Ég efast stórlega um að flokkurinn hefði fengið slíkt brautargengi í síðustu kosningum ef kjósendur hefðu vitað að hann myndi tala fyrir því og reyna að koma því í gegn á sem stystum tíma að raforkan á Íslandi yrði markaðsvædd í Evrópu. (Forseti hringir.) Það kemur mér verulega á óvart, herra forseti.