149. löggjafarþing — 106. fundur,  21. maí 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[05:16]
Horfa

Birgir Þórarinsson (M) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hv. þingmanni andsvarið. Ég held að hluti skýringarinnar sé jafnvel sögulegur, þ.e. að við erum lítil þjóð en höfum verið haldin, að mínu mati alla vega, svolítið óttablandinni virðingu gagnvart þeim sem stærri eru, verið smeyk við að halda sérstöðu okkar á lofti. Þetta endurspeglast að mínu mati einmitt í þessu máli. Hér erum við lítil þjóð, en við erum með samning við Evrópusambandið, sem er náttúrlega stórveldi ef þannig má orða það. En við erum hins vegar smeyk við að halda rétti okkar til streitu í þessum samningi. Í mínum huga er ástæðan einfaldlega þessi: Stjórnmálamenn skortir djörfung til að taka ákvörðun og láta (Forseti hringir.) ekki embættismenn og þá sem eru á þessu sviði stjórna sér í þessum efnum.