149. löggjafarþing — 107. fundur,  21. maí 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[14:46]
Horfa

Karl Gauti Hjaltason (M) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hv. þm. Helga Hrafni Gunnarssyni fyrir hugleiðingarnar. Ég tek þetta sem hugleiðingu, ég varð ekki var við að það væri einhverri sérstakri spurningu beint til mín.

Ég get ekki séð, miðað við hugleiðingar hv. þingmanns að þegar Alþingi samþykkir þessa þingsályktunartillögu og lofar þar með að íslensk lög muni ekki fara í bága við þetta regluverk sem þriðji orkupakkinn er og síðan kemur einhvers konar lagasetning í kjölfarið, eins og við höfum séð hér og kannski eitthvað meira sem við höfum ekki séð og mér skilst að sé hugsanlega væntanlegt — ef eitthvað í þessum lögum fer í bága við regluverkið, hvað er það annað en óþekkt? Ef við tölum bara íslensku þá er það óþekkt ef við ætlum ekki að innleiða þetta, ef við ætlum að hafa eitthvað (Forseti hringir.) í okkar regluverki sem fer í bága við það sem við erum búin að samþykkja að innleiða.