149. löggjafarþing — 107. fundur,  21. maí 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[14:56]
Horfa

Karl Gauti Hjaltason (M) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hv. þm. Ólafi Ísleifssyni fyrir spurninguna. Ég tel að tíðar yfirlýsingar stjórnarliða, þar sem þeir eru að benda á hvað byggi undir málið í þeirra huga, og tala um belti og axlabönd o.fl., séu merki um óvissu. Eftir því sem fleiri gefa yfirlýsingar, orkumálastjóri og nefndir og fólk innan úr stjórnkerfinu, um að enginn sæstrengur liggi hingað og þetta eigi ekki við hér á landi o.s.frv., þá myndi ég ætla að það byggi undir málflutning þeirra sem segja: Af hverju erum við þá að innleiða þetta ef þetta á ekki við hér? Af hverju eru menn þá sí og æ að tala um belti og axlabönd eins og þeir séu dauðhræddir við afleiðingar gerðarinnar?