149. löggjafarþing — 107. fundur,  21. maí 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[15:02]
Horfa

Karl Gauti Hjaltason (M) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hv. þm. Birgi Þórarinssyni fyrir spurninguna. Ég er þess alls ekki umkominn að spá fyrir um framtíðina. Ef ég væri það væri ég eflaust í einhverju allt öðru starfi. En það er ekki ólíklegt að álykta sem svo að ef hægt er að selja einhverja vöru dýrum dómi með einföldum hætti í markaðskerfi finnist mönnum ekki við hæfi að selja hana miklu ódýrari til annarra. Samkeppnisreglur Evrópusambandsins banna það beinlínis. Að því leytinu er rétt að það gæti valdið ýmsum árekstrum hér innan lands ef þetta væri raunin. En ég er ekki þess umkominn að sjá fram í tímann að því leyti.