149. löggjafarþing — 107. fundur,  21. maí 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[15:10]
Horfa

Karl Gauti Hjaltason (M) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Það er ekki oft sem maður er ásakaður um að vera óheiðarlegur. Ég vil fá að vita hvað það er nákvæmlega sem ég eða við þingmenn sem höfum tekið til máls í þessum málum höfum sagt sem (Gripið fram í.) lýsir þeim óheiðarleika.

Ég hef verið að hlusta á hv. þingmann og tel að margt það sem hann hefur fram að færa sé athyglisvert. Ef hann telur að hann sjái þetta allt miklu betur en við hinir (HHG: Það er ekki málið.) verður hann bara að sannfæra okkur, (HHG: Það er ekki málið.) koma upp í ræðu og færa fram rök fyrir því og leitast við að sannfæra okkur en ekki koma upp í ræðustól og ásaka okkur um óheiðarleika. Við erum að lesa þessi gögn alveg eins og hv. þingmaður, (HHG: Nei, greinilega ekki.) við erum allan sólarhringinn að reyna að lesa okkur til. Við færum fram ný rök í hverri nýrri ræðu sem við höldum. Ég held því fram, með leyfi, herra forseti.