149. löggjafarþing — 107. fundur,  21. maí 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[15:29]
Horfa

Ólafur Ísleifsson (M) (andsvar):

Herra forseti. Ég álít, a.m.k. les ég það þannig, að þetta þýði það á íslensku að það skýrist best af því dæmi eða þeirri hliðstæðu sem dregin er upp í álitsgerðinni, sem ég vísaði til hér áðan. Það sem er orðað með þessum hætti felur í sér að ákvarðanir sambærilegar málefnum orkuauðlindanna væru fluttar til erlendra aðila með líkum hætti og erlendum aðilum væri falið vald til að ákveða hámarksafla á Íslandsmiðum.