149. löggjafarþing — 107. fundur,  21. maí 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[15:35]
Horfa

Birgir Þórarinsson (M) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hv. þingmanni andsvarið, mjög upplýsandi og gott andsvar. Hv. þingmaður er mjög vel að sér í þessum málum, eins og komið hefur fram í hans ræðum, og sérstaklega í þessari álitsgerð sem hann nefndi sem skiptir verulegu máli í allri þessari umræðu. Ég lýsi þessum sömu áhyggjum mínum, varðandi það sem hv. þingmaður sagði, þegar kemur að þessum umsagnaraðilum. Mér finnst ekki hafa verið horft nægilega í það hversu margar umsagnirnar eru og hversu margar þeirra eru neikvæðar í garð innleiðingar þessa orkupakka.

Ég nefndi ASÍ. VR er á móti þessu, stór samtök, og tala um ofsafengin viðbrögð hagsmunaaðila við því að vera á móti þessu. Þegar málflutningur gegn þessari innleiðingu komi fram (Forseti hringir.) verði vart við ofsafengin viðbrögð hagsmunaaðila sem gefi tilefni til að staldra við og hugsa á hvaða vegferð við séum.