149. löggjafarþing — 107. fundur,  21. maí 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[15:36]
Horfa

Ólafur Ísleifsson (M) (andsvar):

Herra forseti. Já, það er mjög mikilvægt að verkalýðshreyfingin hefur látið þetta mál til sín taka. Það er einu sinni þannig að mál eins og hér um ræðir hafa á sér margar hliðar og það er eðlilegt að menn líti hlutina ólíkum augum. En ég hygg að meginatriðin séu að verða giska skýr. Þessi umræða sem hefur staðið hér yfir að undanförnu hefur líka reynst hafa dýpkað þessa umræðu að mun og ég tel að fjölmörg álitamál séu órædd enn þá. Reyndar er það svo að þetta mál er ekki nægilega vel skýrt af hálfu ríkisstjórnarinnar. Það eru fjölmargar spurningar sem eru opnar, eins og til að mynda varðandi þennan lagalega fyrirvara, eins og margoft hefur verið komið að.

Það er á mörkunum, herra forseti, að þetta mál sé yfir höfuð þingtækt.