149. löggjafarþing — 107. fundur,  21. maí 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[19:50]
Horfa

Bergþór Ólason (M) (andsvar):

Herra forseti. Ég held að þetta sé einmitt svona endurómur, orð hv. þm. Gunnars Braga Sveinssonar, þau endurómi áhyggjur margra þegar hann lýsir því hvernig hann sjái fyrir sér að fjórði og fimmti og síðari pakkar komi hingað inn eins og á færibandi. Það er ekkert í meðförum málsins sem snýr að innleiðingu þriðja orkupakkans sem gefur tilefni til þess að sérstakar varnir verði reistar á síðari stigum umfram það sem gert hefur verið nú þegar gagnvart þriðja orkupakkanum og virðist tiltölulega haldlítið þegar grannt er skoðað. Þekkir hv. þingmaður í ljósi fyrri starfa sinna einhver sambærileg dæmi um að við höfum farið okkur (Forseti hringir.) of hægt í að sækja undanþágur, eða þá að þær hafi verið útfærðar með þeim hætti að þær hafi ekki haldið þegar á reyndi?