149. löggjafarþing — 107. fundur,  21. maí 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[20:22]
Horfa

Anna Kolbrún Árnadóttir (M) (andsvar):

Hæstv. forseti. Það er dálítið merkilegt að svo virðist vera að margir aðrir en þingmenn hafi séð fjórða pakkann. Ef ég hef skilið það rétt hefur jafnvel farið fram kynning á honum, t.d. til Samorku. Það væri gott ef við gætum fengið slíka kynningu. Sú mynd sem blasir við, að við séum jafnvel að setja störf í hættu, þegar við viljum gjarnan halda störfum um allt land — mér finnst þetta svo vond mynd sem ég hef fyrir augunum. Komandi úr Norðausturkjördæmi finnst mér skipta máli að við höldum í allt sem við getum þar og um allt land ef út í það er farið.

Er hv. þingmaður vitandi vits um það hvort það sama muni gerast hér og talað er um að gerist í Noregi með tilliti til starfa?