149. löggjafarþing — 107. fundur,  21. maí 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[20:49]
Horfa

Anna Kolbrún Árnadóttir (M) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka kærlega fyrir þetta svar. Ég er enn dálítið hugsandi yfir vöntun á orkustefnu fyrir landið. Meira en tvö ár eru liðin síðan ESA ákvarðaði að endurgjaldslaus nýting gæti falið í sér ríkisaðstoð og verið brot á EES-samningnum. ESA vill sem sagt að ríkið skilgreini hvernig taka skuli gjald fyrir nýtinguna og horfi til þess sem tíðkast á markaði. Þetta finnst mér mjög merkilegt. Og í rökstuddu áliti ESA frá 2015 er sagt að nýtingarrétti skuli úthlutað í valferli þar sem jafnræðis sé gætt og þetta er allt á grunni þess að við séum orðin hluti af þessum sameiginlega evrópska orkumarkaði, eða ég gef mér það. Ég vil spyrja hv. þingmann hvaða álit hann hefur á þessu.