149. löggjafarþing — 107. fundur,  21. maí 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[21:03]
Horfa

Anna Kolbrún Árnadóttir (M) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þingmanni kærlega fyrir andsvarið. Það er merkilegt að þessi skýrsla — hvað ef hún liggur bara fyrir, þá er ég að vitna til skýrslunnar sem gerð var um innleiðingu á orkupakka fjögur í Noregi og skýrslan ber heitið, með leyfi forseta: „EUs energiunion, strømprisene og industrien“. Þetta er rannsókn sem var gerð, býsna vönduð rannsókn, á skjalfestum gögnum og fjölmiðlaumfjöllun, viðtölum og samtölum við fólk í orkugeiranum. Ég veit ekki nema það gæti verið gagnlegt að við hefðum aðgang að þeirri skýrslu þannig að við gætum lesið hana á íslensku, þingmálið er íslenska. Það er held ég góðra gjalda vert að við reynum að ganga eftir því svo við séum ekki að vaða í villu (Forseti hringir.) og innleiða pakka þrjú bara til þess eins að innleiða orkupakka fjögur.