149. löggjafarþing — 107. fundur,  21. maí 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[21:15]
Horfa

Frsm. minni hluta utanrmn. (Sigmundur Davíð Gunnlaugsson) (M) (andsvar):

Virðulegur forseti. Myndi hv. þingmaður segja að það væri of djúpt í árinni tekið hjá mér að kalla það blekkingar þegar því er haldið fram að 29% íslenskrar orku séu framleidd með kjarnorku, 58% með jarðefnaeldsneyti og menn borgi fyrir að fá að beita þessum blekkingum á kostnað íslenskrar orkuframleiðslu?

Getur ekki verið að þetta sé enn ein vísbending, hér ber allt að sama brunni, um að menn séu tilbúnir að seilast býsna langt og beita blekkingum, jafnvel blekkingum sem ganga kaupum og sölum, til þess að ná því meginmarkmiði sem þriðja orkupakkanum er ætlað að lýsa? Hvaða vísbending er í því fólgin, þegar menn beita slíkum aðferðum, um hvernig tekið verði á ágreiningsmálum þegar þau rísa þar sem hagsmunir Evrópusambandsins og Íslands kunna að stangast á?