149. löggjafarþing — 107. fundur,  21. maí 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[22:56]
Horfa

Jón Þór Þorvaldsson (M) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þingmanni svarið. Ég held að þarna sé hv. þingmaður kominn akkúrat að kjarna málsins, vinnubrögðunum. Hvernig stendur á því að við Íslendingar, eins frábær þjóð og við erum á margan hátt og í mörgu tilliti, hneigjumst svo oft til að fara styttri leið eða flýta okkur þegar kemur að málum sem virkilega þarf að vanda sig við? Það er alveg rétt, það vill svo til að ég hef þessa átta fyrirvara undir höndum einmitt líka og renndi yfir þá augum. Þeir eru miklu skilmerkilegar fram settir, jafnvel þó að ég sé þeirrar skoðunar að þeir eigi ekki eftir að halda frekar en okkar fyrirvarar vegna þess að þeir eiga ekkert erindi.

En er það ekki svolítið skrýtið að þegar við erum með mál eins og þetta á borðinu skuli þetta allt snúast um að djöfla þessu í gegn, drífa þetta af, jafnvel þótt ekkert liggi á? (Forseti hringir.) Er það ekki svolítið skrýtið, hv. þingmaður?