149. löggjafarþing — 107. fundur,  22. maí 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[01:48]
Horfa

Jón Þór Þorvaldsson (M) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þm. Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni svörin. Ég held að það sé akkúrat málið, að við séum komin á þann stað að óhætt sé að fullyrða að allir viti hvað raunverulega er í gangi hér þó svo að við getum varpað hér upp spurningum og látið sem svo að þetta sé allt á huldu. Svo er auðvitað ekki. Hér er verið að einkavæða raforkukerfi Íslands. Hér er verið að einkavæða raforkukerfi Noregs. Það er verið að einkavæða raforkukerfi Evrópu í auknum mæli umfram það sem nú þegar er og það er verið að keyra í gegn, af mjög mikilli óbilgirni, vil ég segja, orkustefnu Evrópusambandsins á kostnað ríkja sem eiga ekki hagsmuni undir því.