149. löggjafarþing — 107. fundur,  22. maí 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[02:08]
Horfa

Jón Þór Þorvaldsson (M) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þingmanni svarið. Mig langar til að halda aðeins áfram að ræða niðurlag skýrslunnar sem er ansi merkileg. Í niðurlagi hennar segir, með leyfi forseta:

„Mikilvægustu áhrifin af samþykkt orkupakkanna verða þau að Noregur verður að taka upp markaðsverð sem gildir á sameiginlegum orkumarkaði Evrópu. Innleiðing á orkupökkum 3 og 4 þýða gríðarlegar fjárfestingar í sæstrengjum og öðrum línulögnum (áætlað um 140 milljarðar norskra króna fram til 2040) án tillits til þess hvort umframorka sé fyrir hendi í Noregi …“

Þeir ræða einnig að tugir þúsunda starfa séu í hættu og ég held að það sé eitthvað sem við þurfum að gera okkur mjög vel grein fyrir, hvort undir séu hundruð starfa, þúsundir starfa eru svo afleidd störf sem fylgja því, eða hvaða áhrif þetta hefur á okkur. Við komum þá aftur að þeim punkti (Forseti hringir.) að við erum ekki tilbúin. Við þurfum að fá meiri tíma til að skoða þetta mál.