149. löggjafarþing — 107. fundur,  22. maí 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[05:27]
Horfa

Bergþór Ólason (M) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka hv. þm. Jóni Þór Þorvaldssyni fyrir andsvarið. Þetta er því miður oft hin ískalda staðreynd sem blasir við. Þegar menn eru að tengja þessa raunheima okkar við umræðuna um umhverfismál fer ekki saman hljóð og mynd. Ef innlendir framleiðendur lyppast niður í breyttu rekstrarumhverfi eykst innflutningur með tilheyrandi kolefnisspori og öllu sem því fylgir.

Nú minni ég á það sem ég sagði hér fyrr í morgun að samtök eins og Landvernd sendu ekki einu sinni umsögn um þriðja orkupakkann og engin samtök svipaðrar gerðar, þannig að ég held að menn séu bara ekkert að hugsa þetta á neinu leveli málsins, ef svo má segja, að þetta séu afleidd áhrif.