149. löggjafarþing — 107. fundur,  22. maí 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[05:35]
Horfa

Bergþór Ólason (M) (andsvar):

Virðulegur forseti. Til að bæta fyrir allar yfirkeyrslur í tíma skal ég tala örlítið styttra í þessu andsvari mínu. Í annarri yfirferð, sem var aftur snöggur lestur hér úti í sal á meðan hv. þm. Birgir Þórarinsson var í andsvari, komst ég engu nær um að finna sérstakar upplýsingar um gegnsæi eða neytendavernd í tillögu til þingsályktunar sem lögð er fram í þessu máli frá utanríkisráðherra. Þetta er hlutur sem ég held að nauðsynlegt sé fyrir okkur að reyna að átta okkur á, hvort þessi sjónarmið um gegnsæi og neytendavernd hafi fundist á sama tíma og þingmenn stjórnarflokkanna voru að leita að fyrirvörum í öllum hliðarherbergjum í miklu paniki fyrir rúmum tveimur sólarhringum. Ég ætla ekki hafa fleiri orð um þetta í bili.