149. löggjafarþing — 107. fundur,  22. maí 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[05:42]
Horfa

Bergþór Ólason (M) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég held að það liggi nokkurn veginn þannig með mjög ónákvæmri talningu. Hagsmunasamtök — ég er að tala um Samtök atvinnulífsins, Samtök verslunar og þjónustu og þess háttar aðila — virðast gegnumgangandi vera jákvæð gagnvart þessu. Það kom mér á óvart að Samtök iðnaðarins voru jákvæð gagnvart þessu. Ég er ekki viss um að félagsmenn Samtaka iðnaðarins séu gegnumgangandi lukkulegir. Við verðum að reikna með því að við leggjum við hlustir og hlustum á þessi kjarnafélög sem eru hér úti á örkinni og standa í rekstri, hvort sem það eru millistór eða lítil fyrirtæki eða einstaklingar, því að þeir aðilar finna fyrir þeim breytingum sem eru í vændum.