149. löggjafarþing — 107. fundur,  22. maí 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[08:07]
Horfa

Bergþór Ólason (M) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka hv. þingmanni andsvarið. Ég er sammála því sem hv. þm. Jón Þór Þorvaldsson sagði hér undir lokin, það eina skynsamlega í málinu væri að taka málið af dagskrá, hvort sem væri til að taka það tímabundið út og vinna það í óformlegu nefndarstarfi, ef við köllum það, eða þá að fresta því fram á haustið. Ég reikna ekki með að menn séu tilbúnir til að taka ákvörðun um það en sú ákvörðun kemur kannski ef menn átta sig á því og komast að svipaðri niðurstöðu og við í Miðflokknum höfum gert undanfarna daga, að málið sé illa unnið, illa rökstutt og að rökstuðningurinn sneiði hjá kjarnaatriðum málsins. Það er vond tilfinning að svona umfangsmikið, snúið og flókið mál fullt hagsmunum sé jafn illa unnið (Forseti hringir.) og illa rökstutt og virðist vera að koma hérna fram.