149. löggjafarþing — 108. fundur,  22. maí 2019.

almannatryggingar.

[15:22]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf):

Virðulegur forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra fyrir svörin, en hann svaraði samt ekki spurningu minni. Við erum einmitt í þessari reiknivél, maður getur sett inn milljón í lífeyrissjóð, milljón í atvinnutekjur, milljónir í fjármagnstekjur, samt borgar ríkið 155.000 kr. til þessa manns sem er með yfir 2 milljónir útborgað. Á sama tíma slær maður inn öryrkja, 70.000 kr. frá lífeyrissjóði. Núll. Af hverju? Ég spyr þig: Hvernig getur það verið eðlilegt að á sama tíma og ráðherra segir að frumvarp okkar um að hætta að skerða atvinnutekjur eldri borgara kosti fé og sé bara fyrir þá ríku, þegar það stoppar við 570.000, en þetta frumvarp, hálfur og hálfur, sem búið er að koma í gegn, stoppar ekki einu sinni við 3 milljónir? Hvernig stendur á því?