149. löggjafarþing — 108. fundur,  22. maí 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[16:04]
Horfa

Bergþór Ólason (M) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka hv. þm. Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni svarið. Hv. þingmaður kom í ræðu sinni inn á það að þann 23. september nk. muni stjórnlagadómstóll í Noregi taka afstöðu til þess hvort regluverkið og innleiðing þess þar standist norsku stjórnarskrána. Mig langar í því samhengi að inna hv. þingmann eftir því hvort hann hafi veitt athygli yfirlýsingu hæstv. ráðherra, Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, í Morgunblaðinu 16. nóvember 2018 þar sem hún virðist ekki sjá neina annmarka á því að fresta málinu, innleiðingu hins svokallaða þriðja orkupakka, til haustþings 2019. Þetta virðist vera viðbragð við yfirlýsingu hæstv. utanríkisráðherra daginn áður í Morgunblaðinu um að lítið mál sé að fresta orkupakkanum til vors.

Væri ekki skynsamlegt fyrir okkur að fara okkur aðeins hægar, bíða og sjá hver afdrif (Forseti hringir.) þessa máls verða hjá norska stjórnlagadómstólnum þann 23. september og taka þá málið aftur upp á Alþingi?