149. löggjafarþing — 108. fundur,  22. maí 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[17:15]
Horfa

Þorsteinn Sæmundsson (M) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir þetta svar. Ég hef líka haft áhyggjur af þessu máli vegna þess að við stöndum í öðru máli þar sem við beittum heimasmíðuðum fyrirvörum og töldum okkur geta komið í veg fyrir að hingað til Íslands rataði innflutt ófrosið hrátt kjöt. En samkvæmt nýjustu tíðindum er það alls ekki. Þess vegna vildi ég spyrja hv. þingmann hvort það hefði kannski verið rétt fyrir stjórnvöld hér og ríkisstjórnarflokkana nú að læra af þeim mistökum, að læra, eins og hv. þingmaður benti á, að menn hlusta ekki á heimasmíðaða fyrirvara úti í Evrópu vegna þess að þar gilda evrópsk lög.

Mig langar að spyrja hv. þingmann hvort ekki hefði verið ráð fyrir ríkisstjórnarflokkana að læra af þeim mistökum sem gerð voru í sambandi við fyrirvarana með hráa, ófrosna kjötið.