149. löggjafarþing — 108. fundur,  22. maí 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[17:19]
Horfa

Jón Þór Þorvaldsson (M) (um fundarstjórn):

Hæstv. forseti. Mig langar til að taka undir orð hv. þingmanns. Hér er verið að reyna að ræða mál í þaula og umræðan hefur dýpkað umtalsvert frá fyrri stigum og í fyrri umr. og í upphafi seinni umr. þegar síðast sást til hæstv. utanríkisráðherra. Málaflokkurinn sem hér um ræðir heyrir að mestu leyti undir tvö ráðuneyti, ráðuneyti iðnaðar, nýsköpunar og ferðamála og svo utanríkisráðuneyti, og hvorugur þessara ráðherra virðist sjá sér fært að taka þátt í þessari umræðu eða láta svo lítið að útskýra þá fyrir okkur sem stöndum hér og spyrjum spurninga og vörpum fram álitamálum. Væri ekki eðlileg ráðstöfun að vera hér til svara?

Hér hefur hv. þingmaður … (Forseti hringir.) Nú slær út í fyrir mér og ég kem kannski inn á það bara í seinni ræðu.