149. löggjafarþing — 108. fundur,  22. maí 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[17:23]
Horfa

Birgir Þórarinsson (M) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Ég tek undir þá beiðni að hæstv. utanríkisráðherra komi í þingsal og svari spurningum sem brenna á okkur í þessari umræðu. Það er afar mikilvægt að fá skýr svör, ég nefni sem dæmi varðandi þær fullyrðingar að EES-samningurinn gæti farið og færi í uppnám ef við förum þá lögformlegu leið að vísa þessu máli til sameiginlegu EES-nefndarinnar. Þetta þarf að skýra miklu betur út og til þess er væntanlega besti aðilinn í þeim efnum hæstv. utanríkisráðherra. Auk þess þarf að fá hæstv. utanríkisráðherra hingað til að skýra nánar álit Baudenbachers, fyrrum dómara, ýmsar fullyrðingar sem koma þar fram sem ég hefði gjarnan viljað fá svör við frá hæstv. ráðherra. Það er brýnt að forseti beiti sér fyrir því að hæstv. ráðherra utanríkismála komi (Forseti hringir.) í þingsal og svari mikilvægum spurningum.