149. löggjafarþing — 108. fundur,  22. maí 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[17:31]
Horfa

Þorsteinn Sæmundsson (M) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Auðvitað tökum við mark á því að hæstv. utanríkisráðherra sé í embættiserindum erlendis en svo vill til að það lítur út fyrir að þessi umræða verði enn um stund í þinginu í boði forseta þingsins og meiri hluta forsætisnefndar þannig að það er útlit fyrir að næstu dægrin verðum við hér að ræða þetta mál áfram eins og við þurfum. Spurningin hlýtur þá að snúast um það hvenær von sé á hæstv. utanríkisráðherra heim þannig að við eigum kannski von í því að eiga við hann orðastað einhverja nóttina fram undan meðan á þessari umræðu stendur. Mér þætti vænt um að fá upplýsingar um það hvenær ráðherrann gæti birst hér. Það gæti líka haft áhrif á það hversu lengi þessi umræða stendur. Eins og menn hafa tekið eftir stendur ekki á okkur þingmönnum Miðflokksins að fara djúpt í þessa umræðu (Forseti hringir.) og taka hana af fullum þunga.

(Forseti (BHar): Forseta er ekki kunnugt um ferðatilhögun hæstv. utanríkisráðherra.)