149. löggjafarþing — 108. fundur,  22. maí 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[19:01]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (M) (andsvar):

Virðulegur forseti. Þegar við erum búin að innleiða gerðir Evrópusambandsins, reglur Evrópusambandsins, þá ber okkur að fylgja þeim eftir. Ég held að 7. gr. samningsins segi að mönnum ber skylda til að sjá til þess að þetta fúnkeri allt og að samræmis sé gætt á innri markaði öllum saman. Það er ekkert aftur snúið þegar búið er að innleiða.

Þess vegna er maður svo gáttaður í rauninni, virðulegur forseti, á því sinnuleysi sem hv. þingmenn, eins og t.d. hv. þm. Bryndísi Haraldsdóttir, sem sat hér í salnum áðan, sýna þessu máli öllu saman þegar það er algjörlega ljóst að vilji Evrópusambandsins er að þróa áfram valdheimildir þessarar stofnunar, ACER, þróa áfram þennan sameiginlega orkumarkað. Þá ætla menn að láta eins og þetta sé ekkert einasta mál.