149. löggjafarþing — 108. fundur,  22. maí 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[19:15]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (M) (andsvar):

Forseti. Sérfræðingurinn Carl Baudenbacher er gríðarlega reynslumikill og snjall maður og nýtur mikillar virðingar í utanríkisþjónustunni, ekki bara á Íslandi heldur víðar, en hann er líka umdeildur eins og gengur og gerist og er fyrst og fremst sérfræðingur í lögum og Evrópulögum. Pólitískar skoðanir hans skipta þar af leiðandi minna máli. Lögfræðilegt vægi hans er hins vegar mun meira þar sem hann tekur af allan vafa um að réttur okkar er að nýta 102. gr. EES-samningsins.

Ég, kannski réttilega, kallaði fram í frammíköll frá þingmönnum áðan, að vera að tala um þennan fjórða orkupakka, en hann er nátengdur því sem við erum að gera núna. Af því að ég veit að sá forseti sem situr nú í forsetastóli er mjög grandvar og forvitinn forseti, þá vil ég endilega hvetja hann til þess að kynna sér það sem var sett á heimasíðu Evrópusambandsins í dag (Forseti hringir.) um hinn fjórða orkupakka.