149. löggjafarþing — 108. fundur,  22. maí 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[20:29]
Horfa

Anna Kolbrún Árnadóttir (M) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir. Þá er kannski kjarni málsins að þingmenn átta sig ekki almennilega á umfangi málsins. Ég held að það sé heila málið í þessu öllu saman. Segjum að orkupakka þrjú verði frestað til haustsins, hefur það þá áhrif á EES-samninginn? Mun innleiðing orkupakka þrjú draga einhverja dilka á eftir sér? Skiptir máli hvort við gerum þetta rétt, þá er ég að meina að við bíðum í nokkra mánuði, eða ætlum við að setja málið í gegn eins og það er búið í dag? Ég velti þessu upp.